Skip to main content

We have a tailored site for international audiences

Signicat Blogg
Adam Walhout

Head of SMB Marketing @ Signicat

Láttu hugmyndir þínar verða að veruleika með kóðalausum lausnum

Ertu með frábæra hugmynd en hefur ekki forritunarhæfni til að láta hana verða að veruleika? Nú getur þú hannað hugbúnað án kóða! En það er eitt sem þú þarft að vita.

Allir eru með góða hugmynd. Að minnsta kosti ein frábær hugmynd í lífinu, ekki satt? Við höldum það. Margir dreyma um að framleiða frábært app fyrir farsíma, en skortir forritunarhæfni og fjármagn til að koma því í framkvæmd. Hugmyndin ein og sér nægir ekki, þú þarft að smíða eitthvað. 

Fáir skilja eða tala tungumál sem við köllum kóða. Ímyndaðu þér ef 70 af hverjum 100 manns vissu ekki hvernig ætti að skrifa. Hugsaðu þér allar hugmyndirnar sem myndu aldrei líta dagsins ljós. 

Bara þeir sem „tala“ kóða, eru í raun færir um að framkvæma þessar hugmyndir.

Robin Wilgott er vöru­stjóri hjá Signicat með áherslu á Signicat Mint.

Skortur á forriturum veldur háum kostnaði og löngum þróunarferlum - og takmarkar einnig getu fyrirtækja við nýsköpun og að bregðast hratt við breyttum markaðsaðstæðum.

Robin Wilgott

Ef þú ert einn af þeim fáu sem kunna kóða, til hamingju! Þú ert mjög eftirsótt manneskja, umkringd nýjum fyrirtækjum, stórum tæknifyrirtækjum og öllum þar á milli. Forritarar og ráðgjafaþjónustur sem veita raunverulega kóðunarþekkingu eru fáar og kostnaðarsamar. Af þessum sökum geta þeir rukkað margar milljónir fyrir þjónustu sína. Þetta leiðir til þess að margar frábærar hugmyndir sjá aldrei dagsins ljós.

Nýtt tól á markaðinum – Öruggir verkferlar með kóðalausum ritli

Á undanförnum árum hefur nýtt umhverfi skotið upp kollinum: Kóðalausir ritlar. Þetta eru hröð og ofureinföld hugbúnaðarforrit þar sem hver sem er getur dregið og sleppt, smellt og smíðað kerfi - allt án þess að skrifa einn einasta kóða!

– Kóðalausir ritlar bjóða upp á svokallaða  „legókubba” sem þú púslar saman og gerir þróun á öllu frá vefsíðum, markaðstorgum, samfélagsnetum eða innri verkfærum, auðvelda og aðgengilega, og dregur úr þörfinni fyrir lærða forritara, segir Robin Wilgott.

Án kóðalausra lausna eða forritara, þyrftu fyrirtæki mögulega að treysta á hefðbundið vinnuafl til að klára hversdagsleg verkefni. Verkefni úr raunheimum, sem eru ekki enn orðin stafræn, myndu áfram sitja eftir. Þetta leiðir til minni framleiðni vinnuaflsins. Lítil fyrirtæki og sprotafyrirtæki myndu því örugglega sitja á hakanum fyrir stærri og rótgrónari fyrirtækjum, án þess að baráttan hafi yfirhöfuð hafist.

Í stuttu máli sagt: Kóðalausar lausnir lýðræðisvæða hugbúnaðarþróun! Með því að gera fólki með litla sem enga reynslu af kóðun kleift að nálgast og skapa hvers kyns hugbúnaðarlausnir. Þetta gæti að lokum nýst öllum, þar sem flest okkar yrðu ekki lengur „ólæs“ í stafrænu umhverfi.

Eitt sem kóðalaus kerfi geta ekki hjálpað með

Það má þó nefna að tæknileg færni sem þarf til að nota kóðalausa kerfi getur verið mismunandi. Kóðalaus kerfi eru hönnuð til að vera notendavæn, en þau krefjast samt grunnskilnings á meginreglum hugbúnaðarþróunar, eins og gagnalíkönum, rökfræði og verkflæði.

– Burtséð frá appinu, vefsíðunni eða netkerfinu sem þér hefur dreymt um, krefjast oft lög og reglur um allan heim þess að þú sért viss um að þú þekkir notendur þína. Verkefnið að grafa stafrænt í opinberar skrár og tryggja 100 prósent að einstaklingur sé sá sem hann segist vera, er tímafrekt og flókið verkefni, segir Wilgott.

Þessi afar tæknilega rannsókn krefst margra hluta. Eins og að safna gögnum frá mörgum aðilum, skjölum, undirskriftum og alls kyns upplýsingum. Ofan á þetta eru þessar aðgerðir oft ólíkar í hverju einasta landi.

– Svo til að lokum þurfa allar þessar upplýsingar að sameinast í einni lausn. Jafnvel þó þú hafir forritara ættu flest fyrirtæki ekki að gera þetta sjálf - þau ættu að einbeita sér að sini eigin lausn, segir Wilgott.

Kóðalaus nýskráning viðskiptavina

Flest kóðalaus kerfi hjálpa þér ekki við að byggja upp flæðin sem þú þarft þegar kemur að skrefum og verkefnum eins og undirskriftum eða auðkenningu. Þess vegna vill Signicat, rétt eins og hreyfingin í kringum kóðalaus kerfi almennt, hjálpa þér að láta hugbúnaðarhugmyndina þína verða að veruleika – hratt og án þess að valda verulegum kostnaði. Það er ástæðan fyrir því að Signicat er að setja á laggirnar sitt eigið kóðalausa kerfi, Signicat Mint, þar sem þessi nauðsynlegu, en flóknu skref, eru valin af þér - og Signicat sér um restina.

– Þegar kemur að því að byggja upp flæði fyrir nýskráningu, eins og öll þau skref sem þarf að framkvæma til að viðskiptavinur geti skráð sig og auðkennt sig, verður kóðunin mjög flókin. Það þarf að framkvæma fulla auðkenningarathugun og ofan á það ættu öll fyrirtæki sem vinna með fjármálaupplýsingar að athuga skrár, PEP, þvingunarlista og önnur úrræði tengd aðgerðum gegn peningaþvætti. Allt þetta er ólíkt í hverju landi fyrir sig, segir Robin.

– Hvernig getur Signicat Mint hjálpað í þessu ferli?

– Af öllum ofangreindum þjónustum dregur þú einfaldlega þá þætti sem þú þarft inn í flæðið. Við munum svo búa til nýskráningarferli sem hægt er að setja beint inn í þjónustu þína eða app, segir hann.

– Hvernig?

– Aðgangur er veittur endanotandanum í gegnum hlekk sem er sendur með tölvupósti, sem hnappur á vefsíðu þinni eða með því að virkja hann í gegnum API.

Ef fyrirtækið þitt fer í útrás til landa þar sem kröfur eru mismunandi, þarft þú ekki að takast á við það sjálfur?

– Með okkur getur þú einfaldlega bætt aðganginum í gegnum Signicat Mint - og stafrænni nýskráningu er lokið, kóðalaust!